Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 20:53 Forsetahjónin sátu á ítölskum veitingastað með vinum sínum eftir lokunartíma. Reglur í landinu kveða á um að veitingastaðir og kaffihús loki klukkan 23. Vísir/Getty Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. Tilmæli yfirvalda miða við að veitingastaðir og kaffihús megi ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin eftir að hafa fengið að opna aftur í vikunni þegar útgöngubanni var aflétt. Greint er frá þessu á vef BBC. Lögregla hafði afskipti af forsetanum á útisvæði ítalsks veitingastaðar í höfuðborginni Vín eftir lokunartíma. Hann segist hafa verið utan við sig á meðan hann var á spjalli við vini sína, en þetta var í fyrsta sinn sem hann fór út eftir útgöngubann að hans sögn. Hann segir þó hegðunina vera mistök af sinni hálfu. „Ég fór út í fyrsta sinn eftir útgöngubann með tveimur vinum og eiginkonu minni. Við vissum ekki hvað tímanum leið á meðan við spjölluðum,“ skrifaði Van der Bellen á Twitter. Veitingastaðurinn gæti átt yfir höfði sér sekt vegna málsins en eigandi staðarins segist hafa fylgt öllum reglum og lokað klukkan 23 þegar síðustu drykkir voru bornir fram. Hann hafi haldið að þeir gestir sem fyrir voru inni mættu vera þar áfram. Van der Bellen segist axla ábyrgð á því ef veitingastaðurinn þarf að sæta einhverjum viðurlögum vegna málsins. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. Tilmæli yfirvalda miða við að veitingastaðir og kaffihús megi ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin eftir að hafa fengið að opna aftur í vikunni þegar útgöngubanni var aflétt. Greint er frá þessu á vef BBC. Lögregla hafði afskipti af forsetanum á útisvæði ítalsks veitingastaðar í höfuðborginni Vín eftir lokunartíma. Hann segist hafa verið utan við sig á meðan hann var á spjalli við vini sína, en þetta var í fyrsta sinn sem hann fór út eftir útgöngubann að hans sögn. Hann segir þó hegðunina vera mistök af sinni hálfu. „Ég fór út í fyrsta sinn eftir útgöngubann með tveimur vinum og eiginkonu minni. Við vissum ekki hvað tímanum leið á meðan við spjölluðum,“ skrifaði Van der Bellen á Twitter. Veitingastaðurinn gæti átt yfir höfði sér sekt vegna málsins en eigandi staðarins segist hafa fylgt öllum reglum og lokað klukkan 23 þegar síðustu drykkir voru bornir fram. Hann hafi haldið að þeir gestir sem fyrir voru inni mættu vera þar áfram. Van der Bellen segist axla ábyrgð á því ef veitingastaðurinn þarf að sæta einhverjum viðurlögum vegna málsins.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila