Fótbolti

Tveir til viðbótar úr ensku úrvalsdeildinni með veiruna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Adrian Mariappa er með kórónuveiruna.
Adrian Mariappa er með kórónuveiruna. Vísir/Getty

Tvö sýni reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni úr skimun sem gerð var meðal leikmanna og annarra starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða í vikunni. Í fyrri skimuninni reyndust sex jákvæð sýni og eru því minnst átta aðilar innan deildarinnar með veiruna.

Í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni í kvöld segir að 996 einstaklingar sem tengjast úrvalsdeildinni á einn eða annan hátt; leikmenn, þjálfarar eða aðrir úr teymum félaganna hafi verið prófaðir.

Ekki hefur verið greint frá nöfnum þeirra tveggja sem bættust nú í hóp smitaðra en hins vegar kemur fram að þeir séu úr sitthvoru félaginu og hafi nú verið sendir í viku einangrun.

Adrian Mariappa, leikmaður Watford, var eini leikmaðurinn sem reyndist smitaður í fyrri skimuninni en einnig voru tveir úr þjálfarateymi Watford með veiruna auk Ian Woran, aðstoðarþjálfara Burnley.


Tengdar fréttir

Sex af 748 með kórónuveiruna

Niðurstöður eru komnar úr fyrsta hluta prófana fyrir kórónuveirunni í ensku úrvalsdeildinni.

Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna

Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.