Erlent

Einn af risum afrískrar tón­listar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Gíneski söngvarinn og koraspilarinn Mory Kante er látinn, sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að kynna afríska tónlist út fyrir álfuna.

BBC segir frá því að hann hafi andast í höfuðborginni Conakry í Gíneu fyrr í dag.

Kante er einna þekktastur fyrir lag sitt Yé ké yé ké sem út kom 1987 og náði miklum vinsældum víðs vegar um heim. Þannig komst lagið í efsta sæti vinsældalista í Belgíu, Finnland, Hollandi og Spáni.

Lagið var að finna á plötunni Akwaba Beach sem var þá söluhæsta plata Afríku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.