Erlent

Hollenskri ömmu gert að eyða myndum af barnabörnunum

Andri Eysteinsson skrifar
Myndirnar voru birtar á Facebook og á Pinterest.
Myndirnar voru birtar á Facebook og á Pinterest. Unsplash/Karampelas

Dómstóll í Hollandi hefur úrskurðað að þarlend amma skuli fjarlæga myndir af barnabörnum hennar af samfélagsmiðlunum Facebook og Pinterest. Konan og dóttir hennar, móðir barnanna, höfðu lent saman eftir að amman hafði neitað margsinnis að fjarlæga myndirnar af vefnum. BBC greinir frá.

Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að myndbirtingarnar brytu gegn persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins og því skyldu myndirnar fjarlægðar.

„Með birtingu á Facebook er ekki hægt að tryggja að myndirnar komist ekki í frekari dreifingu þriðja aðila,“ sagði í dómnum.

Ömmunni er gert að eyða myndunum tafarlaust ellegar greiða fimmtíu evrur í sekt á hverjum degi. Sektin getur þó ekki orðið hærri en 1000 evrur. Ef hún birtir fleiri myndir af börnunum verður hún sektuð um 50 evrur aukalega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.