Rúmlega sjö prósent íbúa Stokkhólms höfðu myndað mótefni í lok apríl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 17:14 Svíar hafa ekki gripið til jafn róttækra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og margar aðrar þjóðir. Þessi mynd var tekin í almenningsgarði í Stokkhólmi, 8.maí síðastliðinn. Vísir/EPA Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira