Real Madrid að reyna að fá Sadio Mané frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 12:30 Sadio Mané er kominn í hóp bestu leikmanna heims. Hér fagnar hann marki með Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira
Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira