Í sóttkví með líki eiginmanns síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:55 Heimili þeirra hjóna er í bænum Borghetto Santo Spirito. Þessi mynd er tekin þar en tengist innihaldi fréttarinnar að öðru leyti ekki. getty/aGF Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12