Guaidó komst inn í þinghúsið ásamt hópi þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 16:30 Hermenn komu í veg fyrir að Guaidó kæmist inn í þinghúsið þegar atkvæði voru greidd um þingforseta á sunnudag. AP/Andrea Hernández Briceño Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum. Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum.
Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55