Leiðtogi ítalskra hægriöfgamanna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 16:41 Salvini var mikið niðri fyrir í öldungadeildinni í dag. Meirihluti þingmanna þar samþykkti að svipta hann friðhelgi. Vísir/EPA Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár. Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár.
Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent