Leiðtogi ítalskra hægriöfgamanna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 16:41 Salvini var mikið niðri fyrir í öldungadeildinni í dag. Meirihluti þingmanna þar samþykkti að svipta hann friðhelgi. Vísir/EPA Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár. Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár.
Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent