Segir leikmenn úr rúmenska hópnum stunda of mikið kynlíf Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 23:30 Florinel Coman er ein helsta stjarna FCSB og var lykilmaður í liði Rúmena sem enduðu í 4. sæti á EM U21-liða í fyrra. vísir/getty Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37
Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30
Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01