Fótbolti

Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli 26. mars.
Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli 26. mars. vísir/vilhelm

Ekki er víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu 26. mars næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þar var fjallað um undirbúning leiksins við Rúmeníu.

Bæði lið eiga rétt á einni æfingu á Laugardalsvelli fyrir leikinn. Möguleiki er að þær æfingar verði færðar af Laugardalsvellinum ef talið er að þær ógni ástandi vallarins.

Liðin munu þá annað hvort æfa í Egilshöll eða á gervigrasi utanhúss.

Rúmenar koma til Íslands 24. mars, tveimur dögum fyrir leik.

Daginn fyrir leik verður svo VAR-æfing á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem VAR verður notað í leik á Íslandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.