Fótbolti

Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena

Þeir voru í sárum.
Þeir voru í sárum. vísir/getty
England er úr leik á Evrópumóti landsliða skipað leikmönnum 21 árs og yngri eftir 4-2 tap gegn Rúmeníu í frábærum leik en leikið var í Cesena í kvöld.

Englendingar gerðu breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld og var meðal annars Phil Foden, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, og Dominic Solanke hent á bekkinn.

England tapaði í fyrstu umferðinni gegn Frökkum 2-1 á grátlegan hátt en þeir voru 1-0 yfir er 89 mínútur voru komnar á klukkuna. Því voru þrjú stig lífsnauðsynleg gegn Rúmeníu í dag, sem vann Króatíu í fyrsta leiknum.







Markalaust var í hálfleik og allt þangað til á 76. mínútu er George Puscas skoraði úr vítaspyrnu og kom rúmeníu yfir. Nánast í næstu sókn jafnaði Demarai Gray hins vegar metin með glæsilegu skoti.

Aftur komust Rúmenar yfir á 85. mínútu er Ianis Hagi skoraði en tveimur mínútum síðar var það varamaðurinn Tammy Abraham, sem er samningsbundinn Chelsea, sem jafnaði metin.

Á 89. mínútu skoraði Florinel Coman þriðja mark Rúmena og Coman var aftur á ferðinni í uppbótatíma er hann bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Rúmeníu með glæsilegu skoti.

Rúmenar eru því komnir í undanúrslit mótsins en England er á heimleið. Þeir eiga þó síðasta leikinn í riðlinum eftir en það er leikur gegn Króatíu.







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×