Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 16:18 Fangar klifruðu upp á þakið á San Vittore-fangelsinu í Mílanó og héldu á laki sem þeir höfðu letrað á „Náðun“. AP/Antonio Calanni Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55