Slakað á takmörkunum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 10:32 Grímuklætt fólk á gangi í miðaldaborginni Lucca á Ítalíu. Daglegt líf komst þar í eðlilegri skorður í dag þegar leyft var að opna bari, veitingastaði og snyrtistofur. Vísir/EPA Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát. Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát.
Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira