Innlent

Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg lokað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.
Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Frikki

Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hefur verið lokað. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en síðustu gestirnir voru útskrifaðir á miðvikudag og ekki lengur talin þörf á að hafa húsið opið enda hefur smitum fækkað mikið síðustu vikur.

Ríkið tók farsóttarhúsið á leigu í lok febrúar en um er að ræða Fosshótel Lind. Þar hafa bæði dvalið ferðamenn sem sæta þurftu sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins og svo fólk sem fékk veiruna og þurfti að vera í einangrun.

Alls hafa um 50 manns dvalið í húsinu, flestir Íslendingar. Þá komu 40 sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands að rekstri þess.

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir í samtali við Morgunblaðið að reksturinn hafi gengið vel og raunar betur en vonir stóðu til

„Það besta er að enginn sem starfaði hér veiktist,“ segir Gylfi sem er reiðubúinn til þess að opna farsóttarhúsið á ný ef þess gerist þörf.

Hann telur þó ekki líklegt að opna þurfi húsið á ný vegna opnun landamæra landsins og kveðst ekki hafa sérstakar áhyggjur af opnun landamæranna.

„Þeir sem koma til landsins hafa eflaust gert einhver plön um gistingu,“ segir Gylfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×