Innlent

Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví

Sylvía Hall skrifar
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að landinu verði svo gott sem lokað fyrir erlendum ferðamönnum ef þeim er skylt að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur verði settar á erlenda ferðamenn og hefur það verið til skoðunar að þeir þurfi í sóttkví.

Sjá einnig: Skoða að setja ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins

„Það fer enginn í ferðalag til að sitja í tvær vikur í sóttkví í erlendu ríki,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna í hótelbransanum og ferðaþjónustu almennt slæma, enda séu nánast engir ferðamenn á landinu.

„Við horfum fram á það núna að þetta verður mjög löng og djúp lægð sem er fram undan, lengri en sumarið jafnvel – nánast örugglega.“

Hann segir stjórnvöld þurfa að skoða stöðu ferðaþjónustunnar sérstaklega og huga að aðgerðum til þess að koma til móts við hana.

„Við munum þurfa að horfa til þess að það þurfi að skoða sérstaklega stöðu ferðaþjónustunnar og taka hana út fyrir sviga á einhvern máta þegar horft er til aðgerða stjórnvalda. Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd lengur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.