Norræna siglir með farþega á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 16:10 Norræna í höfn á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“ Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira