Innlent

Von á tillögum um hömlur á ferðalög til og frá landinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundi dagsins.
Frá fundi dagsins. Vísir/Vilhelm

Starfshópur er nú að störfum að vinna tillögur að því hvernig og hvort setja eigi hömlur á ferðalög til og frá Íslandi. Sóttvarnarlæknir er á því að einhverjar hömlur þurfi að setja.

Í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á daglegum upplýsinga fundi Almannavarna í dag kom fram að vinna við tillögurnar væri í fullum gangi. Vonir stæðu til að hægt væri að kynna niðurstöður öðru hvoru megin við helgi.

Minnti Þórólfur á að það væri hollt að muna eftir því að það voru íslenskir ferðamenn sem komu með sýkinguna inn í samfélagið. Þá væru þær aðstæður uppi í öðrum löndum í kringum okkur að sýkingin væri útbreiddari nú en áður og því skynsamlegt að setja hömlur á komu ferðamann til landsins til að koma í veg fyrir að faraldurinn sækti í sig veðrið á ný.

Aðspurður um þetta sagði Þórólfur að í raun væru þrjár leiðir í boði.

1. Gera ekki neitt og leyfa öllum að koma

2. Loka á alla og leyfa ekki neitt.

3. Fara millileið og lágmarka áhættuna.

Þórólfi finndist þriðja leiðin mest spennandi en heyra þyrfti fleiri skoðanir áður en ákvörðun verður tekin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×