Innlent

Munu ekki geta staðið undir lög­bundinni þjónustu

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra sveitarstjórnarmála. 
Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra sveitarstjórnarmála.  Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, segir að verst settu sveitarfélög landsins muni ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu þegar líður tekur á árið. Segir hann ljóst að sveitarfélögin muni þurfa á aðstoð á halda.

Þetta sagði ráðherra í fréttum RÚV  í kvöld þar sem sagt var frá minnisblaði Byggðastofnunar um áhrif hruns ferðaþjónustunnar á atvinnulíf og tekjur sveitarfélaganna sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag.

Fjölmörg sveitarfélög sem hafa að stórum hluta treyst á tekjur af ferðaþjónustu standa nú mjög illa, enda hafi atvinnuleysi stóraukist eftir að faraldur kórónuveirunnar hófst.

Þau sveitarfélögin sem Byggðastofnun telur vera verst stödd eru Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður á Suðurlandi, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar á Reykjanesskaga og loks Skútustaðahreppur á Norðurlandi eystra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.