Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 09:09 Boltinn er nú hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. EPA/CRISTOBAL HERRERA Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03