Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 09:09 Boltinn er nú hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. EPA/CRISTOBAL HERRERA Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03