Guðbjörg í hjartnæmu viðtali: „Erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 19:15 Guðbjörg hefur leikið yfir 60 landsleiki fyrir Ísland. vísir/vilhelm Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum. Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum.
Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45