Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2020 23:30 Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann gegndi einnig embættinu á árunum 1998 til 2002. Getty Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42