Eggjum kastað í Vegan-búðina: „Sorglega fyrirsjáanlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:56 Einn eggjabakki var tæmdur á glerið. Mynd/Aðsend Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast. Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast.
Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira