Skimun á Íslandi styður að einkennalausir geti verið smitberar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 21:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti, var á meðal þeirra sem tók þátt í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53