Innlent

Guðni og Eliza mættu í skimun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni rak út úr sér tunguna til að auðvelda starfsmanni Íslenskrar erfðagreiningar að taka sýni.
Guðni rak út úr sér tunguna til að auðvelda starfsmanni Íslenskrar erfðagreiningar að taka sýni. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag.

Guðni og Eliza tóku fram að þau væru ekki með nein einkenni. Þau væru tiltölulega nýkomin frá heimsókn til Póllands. Létt var yfir forsetahjónunum við skimunina.

Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. Tólf þúsund höfðu skráð sig klukkan níu í morgun.

Eliza Reid forsetafrú hefur nú farið í skimun eins og maður hennar Guðni.Vísir/Vilhelm

Skimanir hófust klukkan tíu í morgun. Enn er hægt að bóka tíma í skimun á sérstakri skráningarsíða.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fylgdist vel með öllu.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×