Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2019 08:26 Hage Geingob, forseti Namibíu, mætir á kjörstað á miðvikudag. Vísir/AP Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15