Erlent

Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hákarlarnir svokölluðu sjást hér á mynd. Frá vinstri eru Sacky Shanghala, Tamson Hatukuilipi og James Hatukuilipi.
Hákarlarnir svokölluðu sjást hér á mynd. Frá vinstri eru Sacky Shanghala, Tamson Hatukuilipi og James Hatukuilipi. Vísir/Hafsteinn
Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun, að því er fram kemur í Facebook-færslu namibíska dagblaðsins The Namibian.

Í færslunni segir að máli sexmenninganna hafi verið frestað til morguns vegna umsóknar um lausn gegn tryggingu. Þangað til verða þeir áfram í haldi.



Umræddir sexmenningar eru hinir svokölluðu „hákarlar“, þeir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, auk Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, og Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo.

Allir voru mennirnir handteknir í Namibíu í gær. Paulus Noa, yfirmaður ACC, spillingarlögreglu Namibíu, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að Sacky og James hefðu verið handteknir á búgarði en hinir fjórir í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þá var haft eftir Noa að hægt verði að halda þeim í fangelsi í tvo sólarhringa án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara.

Hér að neðan má sjá myndband namibíska miðilsins Confidente af því þegar sexmenningarnir mættu í dómsal í morgun.


Tengdar fréttir

Shanghala og Hatuikulipi handteknir

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×