Óttast að Sadio Mane geri sömu mistök og Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:30 Sadio Mane hefur staðið sig frábærlega með liði Liverpool á síðustu árum. Getty/Marc Atkins Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira