Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 10:05 Gunnleifur fyrir leik í gær. vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00