Fólk haldi ró sinni þrátt fyrir að eldarnir nálgist Tsjernobyl Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 08:12 Mynd tekin af þaki kjarnorkuversins í Tsjernobyl síðastliðinn föstudag. AP Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986. Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986.
Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12