Fólk haldi ró sinni þrátt fyrir að eldarnir nálgist Tsjernobyl Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 08:12 Mynd tekin af þaki kjarnorkuversins í Tsjernobyl síðastliðinn föstudag. AP Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986. Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986.
Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12