Kyrkti sléttuúlf sem réðst á barn hans Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:53 Ian O'Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41
Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47