Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 16:55 Gríðarlegt álag hefur verið á Kóralrifinu mikla vegna óvanalegra hlýinda undanfarnar vikur og mánuði. Kóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hitasveiflum. AP/Randy Bergman Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð. Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð.
Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira