Versta kreppa í níutíu ár Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 23:39 Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00