Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2020 11:00 Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna áhrifa kórónuveirunnar. Vísir/Hanna Andrésdóttir Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands. Þá kemur fram að dreifing umsækjenda milli landshluta sé að mestu í samræmi við dreifingu starfandi fólks í landinu en fjöldi umsækjenda sé þó hlutfallslega hærri á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Um 11 prósent umsókna bárust frá íbúum á Suðurnesjum þar sem 8 prósent starfandi landsmanna bjó á síðasta ári og 67 prósent umsókna koma frá fólki búsettu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 64 prósent starfandi landsmanna bjuggu á síðastliðnu ári. Kynjaskipting er nokkuð jöfn, um 55 prósent karlar og 45 prósent konur. Í fyrra voru 53 prósent starfandi landsmanna karlar og 47 prósent konur samkvæmt tölum frá Hagstofu. Rúmlega þrír af hverjum fjórum eru íslenskir ríkisborgarar, um 14 prósent Pólverjar og 10 borgarar annarra ríkja. Í fyrra voru um 80 prósent starfandi fólks hérlendis Íslendingar en 20 prósent með erlent ríkisfang. Þá var stærstur hluti umsækjenda á aldursbilinu 30-39 ára en það voru um 26 prósent umsækjenda, samanborið við 21,6 prósent af starfandi fólki. Lægst er hlutfallið meðal fólks á aldrinum 60-69 ára en 9 prósent umsækjenda eru á þeim aldri samanborið við 11,7 prósent starfandi fólks. Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Áhrif COVID-19 á ungmenni Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. 8. apríl 2020 14:45 Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum vegna atvinnuleysisbóta Félags- og Barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar 7. apríl 2020 17:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands. Þá kemur fram að dreifing umsækjenda milli landshluta sé að mestu í samræmi við dreifingu starfandi fólks í landinu en fjöldi umsækjenda sé þó hlutfallslega hærri á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Um 11 prósent umsókna bárust frá íbúum á Suðurnesjum þar sem 8 prósent starfandi landsmanna bjó á síðasta ári og 67 prósent umsókna koma frá fólki búsettu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 64 prósent starfandi landsmanna bjuggu á síðastliðnu ári. Kynjaskipting er nokkuð jöfn, um 55 prósent karlar og 45 prósent konur. Í fyrra voru 53 prósent starfandi landsmanna karlar og 47 prósent konur samkvæmt tölum frá Hagstofu. Rúmlega þrír af hverjum fjórum eru íslenskir ríkisborgarar, um 14 prósent Pólverjar og 10 borgarar annarra ríkja. Í fyrra voru um 80 prósent starfandi fólks hérlendis Íslendingar en 20 prósent með erlent ríkisfang. Þá var stærstur hluti umsækjenda á aldursbilinu 30-39 ára en það voru um 26 prósent umsækjenda, samanborið við 21,6 prósent af starfandi fólki. Lægst er hlutfallið meðal fólks á aldrinum 60-69 ára en 9 prósent umsækjenda eru á þeim aldri samanborið við 11,7 prósent starfandi fólks.
Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Áhrif COVID-19 á ungmenni Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. 8. apríl 2020 14:45 Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum vegna atvinnuleysisbóta Félags- og Barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar 7. apríl 2020 17:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Áhrif COVID-19 á ungmenni Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. 8. apríl 2020 14:45
Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum vegna atvinnuleysisbóta Félags- og Barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun víki frá aldursskilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar 7. apríl 2020 17:17