Erlent

Rúm­lega 1,5 milljón hefur greinst með kórónu­veiruna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn í Sviss undirbúa sig áður en þeir fara og hlúa að COVID-19 sjúklingum.
Heilbrigðisstarfsmenn í Sviss undirbúa sig áður en þeir fara og hlúa að COVID-19 sjúklingum. EPA/LAURENT GILLIERON

Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. Þetta kemur fram á vefsíðu Johns Hopkins háskólans um þróun veirunnar.

Flest staðfestra tilfella hafa komið upp í Bandaríkjunum en þar í landi eru tilfellin orðin 432.554 talsins. Næst á eftir koma Spánn, með 152.446 tilfelli, og Ítalía með 139.422 tilfelli. Flest dauðsföll hafa orðið á Ítalíu en þar hafa 17.669 dauðsföll vegna COVID-19 sjúkdómsins verið staðfest. Í New York borg í Bandaríkjunum hafa 4.571 látist af völdum kórónuveirunnar en borgin er í fimmta sæti á lista yfir flest dauðsföll á einu svæði.

Rúmlega 340 þúsund hefur batnað eftir að hafa fengið sjúkdóminn en flestir þeirra eru frá Kína þrátt fyrir að Kína sé í sjötta sæti yfir flest tilfelli. 82.883 greindust með veiruna í Kína og 77.679 hefur hingað til batnað og 3.339 látið lífið.


Tengdar fréttir

Svona var 40. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Ríf­lega 30 þúsund manns hafa sótt um hluta­bætur

Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×