Fótbolti

Kom til Manchester eins hratt og ég gat

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fernandes hefur gjörbreytt spilamennsku Man Utd.
Fernandes hefur gjörbreytt spilamennsku Man Utd. Mynd/Vefsíða Manchester United

Innkoma portúgalska miðjumannsins Bruno Fernandes í lið Manchester United í janúar síðastliðnum gjörbreytti spilamennsku liðsins. Eftir að hafa verið orðaður við enska félagið allt síðasta sumar þá var hann loks keyptur frá Sporting Lisbon þegar tímabilið var hálfnað.

Eftir frábæra byrjun hans hafa margir stuðningsmenn Man Utd velt því fyrir sér af hverju í ósköpunum hann var ekki keyptur fyrr. Alls spilaði hann níu leiki áður allt stöðvaði sökum Covid-19. Skoraði hann í þeim þrjú mörk og lagði upp önnur fjögur.

Fernandes var í ítarlegu viðtali á vefsíðu Man Utd þar sem hann svaraði spurningum stuðningsmanna. Þar segir miðjumaðurinn sparkvissi að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari félagsins, hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans að koma til Manchester.

„Trú þjálfarans á mér og hæfileikum mínum skipti mig mestu máli,“ sagði portúgalinn geðþekki vera ástæðuna fyrir að hann væri leikmaður Man Utd í dag.

„Ég þarf að vita að stjór­inn styður mig, þá geng­ur þetta upp. Ég þarf samt að leggja hart að mér til að halda sæti mínu og spila leiki.“

Fernandes er þriðji portúgalski leikmaðurinn sem Man Utd kaupir frá Sporting. Hinir tveir eru Cristiano Ronaldo og Nani. Fernandes vill feta í fótspor þeirra.

„Að ganga til liðs við Manchester United var auðvelt, þetta hef­ur verið draum­ur frá því að ég var lít­ill. Ég fór að fylgj­ast bet­ur með United þegar Cristiano [Ronaldo] kom, sem er eðli­legt, maður fylgd­ist meira með öðrum portú­gölsk­um leik­mönn­um.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×