Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 22:29 Linda Tripp ræðir hér við fjölmiðlafólk fyrir utan dómshús í Washington DC árið 1998, AP/Khue Bui Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020 Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020
Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira