Varar fórnarlömb veirunnar við því að fagna of snemma Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 11:23 Helgi Jóhannesson veiktist ekki alvarlega af sjúkdómnum en segir veikindin þó hafa verið erfið. Vísir/vilhelm Helgi Jóhannesson lögfræðingur varar fólk eindregið við því að sýkjast af kórónuveirunni og hvetur alla til þess að fara varlega. Mikilvægt sé að þeir sem sýkist hafi í huga að bataferlið sé langhlaup. Helgi veiktist af kórónuveirunni fyrir þremur vikum og var útskrifaður núna um helgina. Þrátt fyrir það sé nokkuð í það að hann nái aftur fullri heilsu. „Ég var alveg hálfan mánuð hundveikur og núna er ég búinn að vera í viku á hálfu gasi,“ sagði Helgi í morgunþættinum Bítinu í dag. „Þó þú fáir símtal frá Landspítalanum um að þú sért útskrifaður Covid-sjúklingur og kominn í þessa statistík að vera læknaður þá er maður rosa brothættur. Maður þarf að fara rosa varlega og maður finnur strax ef maður gerir eitthvað að maður þarf að passa sig. Því manni slær niður og fær kannski hita bara af því að gera eitthvað örlítið.“ Sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Helgi segir að hann hafi ekki verið lengi að finna fyrir þessu á eigin skinni. „Ég fékk útskriftarsímtal á laugardaginn og fór svo í örlítinn göngutúr daginn eftir sem var samt innan þeirra marka sem mér var leyft. Það var ekki merkilegur göngutúr, það var bara á jafnsléttu, ganga með vinum í Elliðárdalnum og ég fann fyrir því. Þannig að ég fer enn varlegar núna.“ Sjá einnig: Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Að hans sögn voru það mikil vonbrigði að fá þetta bakslag. „En sem betur fer var þetta ekki nema einn dagur og ég er búinn að vera góður síðan og er passa mig bara enn betur.“ Minnti á óvenjulanga flensu og háfjallaveiki Helgi veiktist ekki alvarlega af sjúkdómnum en segir veikindin þó hafa verið erfið. „Ég fékk meira svona flensueinkenni og beinverki og svoleiðis ónot, hita en sem betur fer ekki þessi alvarlegu lungnaeinkenni.“ Að einhverju leyti sé hægt að bera veikindin saman við hefðbundnari flensu þó einkennin hafi varið mun lengur en hann er vanur. „Það sem var óvenjulegt við þetta var það að maður var alltaf að halda að manni væri að batna. Maður var orðinn hitalaus og bara orðinn góður fannst manni og svo var maður kannski kominn aftur á byrjunarreit daginn eftir.“ Stundum hafi einkenni jafnvel minnt þennan vana fjallgöngumann á háfjallaveiki. „Þetta er stundum svipuð líðan eins og maður sé í mikilli hæð á fjalli.“ Getur ekki rokið upp á fjall eins og hann er vanur Helgi segir að allir læknar sem hann hafi rætt við um sjúkdóminn tali um þetta sem langhlaup. „Mín skilaboð eru þau að þeir sem eru með þetta í guðanna bænum ekki reikna með að þetta sé búið þó þið haldið það, vegna þess að þetta er langvinnt og þetta er langhlaup.“ Þrátt fyrir öll þessi átök þá líði honum mjög vel í dag. „Ég er ekki eins og ég var fyrir veikindin, ég get ekki rokið af stað núna og hlaupið hérna upp á fjöll. Ég bara fer mér hægt og ætla að gera það áfram og taka þetta bara í einhverjum barnaskrefum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7. apríl 2020 10:36 Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Helgi Jóhannesson lögfræðingur varar fólk eindregið við því að sýkjast af kórónuveirunni og hvetur alla til þess að fara varlega. Mikilvægt sé að þeir sem sýkist hafi í huga að bataferlið sé langhlaup. Helgi veiktist af kórónuveirunni fyrir þremur vikum og var útskrifaður núna um helgina. Þrátt fyrir það sé nokkuð í það að hann nái aftur fullri heilsu. „Ég var alveg hálfan mánuð hundveikur og núna er ég búinn að vera í viku á hálfu gasi,“ sagði Helgi í morgunþættinum Bítinu í dag. „Þó þú fáir símtal frá Landspítalanum um að þú sért útskrifaður Covid-sjúklingur og kominn í þessa statistík að vera læknaður þá er maður rosa brothættur. Maður þarf að fara rosa varlega og maður finnur strax ef maður gerir eitthvað að maður þarf að passa sig. Því manni slær niður og fær kannski hita bara af því að gera eitthvað örlítið.“ Sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Helgi segir að hann hafi ekki verið lengi að finna fyrir þessu á eigin skinni. „Ég fékk útskriftarsímtal á laugardaginn og fór svo í örlítinn göngutúr daginn eftir sem var samt innan þeirra marka sem mér var leyft. Það var ekki merkilegur göngutúr, það var bara á jafnsléttu, ganga með vinum í Elliðárdalnum og ég fann fyrir því. Þannig að ég fer enn varlegar núna.“ Sjá einnig: Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Að hans sögn voru það mikil vonbrigði að fá þetta bakslag. „En sem betur fer var þetta ekki nema einn dagur og ég er búinn að vera góður síðan og er passa mig bara enn betur.“ Minnti á óvenjulanga flensu og háfjallaveiki Helgi veiktist ekki alvarlega af sjúkdómnum en segir veikindin þó hafa verið erfið. „Ég fékk meira svona flensueinkenni og beinverki og svoleiðis ónot, hita en sem betur fer ekki þessi alvarlegu lungnaeinkenni.“ Að einhverju leyti sé hægt að bera veikindin saman við hefðbundnari flensu þó einkennin hafi varið mun lengur en hann er vanur. „Það sem var óvenjulegt við þetta var það að maður var alltaf að halda að manni væri að batna. Maður var orðinn hitalaus og bara orðinn góður fannst manni og svo var maður kannski kominn aftur á byrjunarreit daginn eftir.“ Stundum hafi einkenni jafnvel minnt þennan vana fjallgöngumann á háfjallaveiki. „Þetta er stundum svipuð líðan eins og maður sé í mikilli hæð á fjalli.“ Getur ekki rokið upp á fjall eins og hann er vanur Helgi segir að allir læknar sem hann hafi rætt við um sjúkdóminn tali um þetta sem langhlaup. „Mín skilaboð eru þau að þeir sem eru með þetta í guðanna bænum ekki reikna með að þetta sé búið þó þið haldið það, vegna þess að þetta er langvinnt og þetta er langhlaup.“ Þrátt fyrir öll þessi átök þá líði honum mjög vel í dag. „Ég er ekki eins og ég var fyrir veikindin, ég get ekki rokið af stað núna og hlaupið hérna upp á fjöll. Ég bara fer mér hægt og ætla að gera það áfram og taka þetta bara í einhverjum barnaskrefum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7. apríl 2020 10:36 Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7. apríl 2020 10:36
Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00