Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 10:36 Andrea Sigurðardóttir hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hún fór í útivistarferð norður á land um miðjan marsmánuð. Aðsend Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Hún var búin að vera einkennalaus í viku og fagnaði loks frelsinu eftir hafa verið einangruð á heimili sínu í þrjár vikur. Þrátt fyrir að vera laus við veiruna leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. „Ég fór nú bara í svona létta göngu í Elliðárdalnum, smá rölt með vinkonum og vinum sem höfðu líka verið að útskrifast og það fór nú ekki betur en svo en að kalda loftið fór eitthvað í lungun og mér hreinlega sló niður aftur,“ sagði Andrea í Bítinu í morgun. Sýktist ásamt 19 öðrum í útivistarferð Hún var hluti af útvistarhópi sem fór norður í afdrifaríka skíðaferð í mars síðastliðnum þar sem alls 20 af 24 smitaðist af veirunni. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea segir engar líkur vera á því að veiran hafi tekið sig upp aftur en tuttugu dagar voru þarna liðnir frá því að hún fann fyrst fyrir einkennum. „Það sem gerist er bara það að líkaminn er í svolitlu lamasessi eftir veikindin, er viðkvæmur og lungun sérstaklega því þetta leggst í lungun á manni. Líkaminn kemur í rauninni bara með viðbrögð við áreiti sem hann er ekki tilbúinn í og þá slær manni niður.“ Eftir klukkutíma langa gönguna fór Andrea að finna fyrir öndunarfæraeinkennum á borð við mæði og grunna öndun. Einnig tók hóstinn sig upp aftur og hún mældist með yfir 38 stiga hita. Veikindin voru þó fljót að ganga til baka og var hóstinn og hitinn farinn strax daginn eftir. Tvö skref áfram og eitt skref aftur Svipað gerðist við vin hennar sem var með í för en hann taldi sig sömuleiðis vera búinn að jafna sig eftir kórónuveiruna. „Honum sló líka niður. Þannig að við upplifðum bæði það sama.“ Sjá einnig: Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Að sögn Andreu hafði gangan mun meiri áhrif á þau tvö en þau hafi nokkurn tímann grunað. Andrea hefur áður sagt að hópurinn hafi gleymt sér fyrir norðan og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við erum bæði búin að vera einkennalaus og vorum bara að fara í létta göngu. Við héldum í raun og veru að þetta væri bara mjög þægileg heilsubótarganga fyrir okkur og við áttum svo sannarlega ekki von á þessu.“ Hún segist þarna hafa upplifað bataferlið sem tvo skref áfram og eitt skref aftur. Hvetur fólk til þess að fara rólega aftur af stað „Manni fannst maður vera svo tilbúin. Maður fannst maður vera svo sprækur, ég var ótrúlega hress en það er bara þannig að stundum fylgir líkaminn ekki alveg huga.“ Andrea hvetur alla sem hafa glímt við veiruna að fara rólega af stað aftur og jafnvel með meiri varkárni en það telur þörf vera á. Sjá einnig: Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég hugsa að ég muni taka þetta í enn minni skrefum en ég hélt að ég væri að taka héðan af.“ Greinilegt sé að baráttan við þennan vágest taki sinn toll. „Þetta er ekkert grín þessi veira og þetta eru alveg átök. Við sluppum alveg vel við urðum ekkert alvarlega veik en eitthvað síðar þá er líkaminn búinn að vera í átökum sem að maður kannski áttar sig ekki alveg á hversu mikil voru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. 23. mars 2020 09:14 „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Hún var búin að vera einkennalaus í viku og fagnaði loks frelsinu eftir hafa verið einangruð á heimili sínu í þrjár vikur. Þrátt fyrir að vera laus við veiruna leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. „Ég fór nú bara í svona létta göngu í Elliðárdalnum, smá rölt með vinkonum og vinum sem höfðu líka verið að útskrifast og það fór nú ekki betur en svo en að kalda loftið fór eitthvað í lungun og mér hreinlega sló niður aftur,“ sagði Andrea í Bítinu í morgun. Sýktist ásamt 19 öðrum í útivistarferð Hún var hluti af útvistarhópi sem fór norður í afdrifaríka skíðaferð í mars síðastliðnum þar sem alls 20 af 24 smitaðist af veirunni. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea segir engar líkur vera á því að veiran hafi tekið sig upp aftur en tuttugu dagar voru þarna liðnir frá því að hún fann fyrst fyrir einkennum. „Það sem gerist er bara það að líkaminn er í svolitlu lamasessi eftir veikindin, er viðkvæmur og lungun sérstaklega því þetta leggst í lungun á manni. Líkaminn kemur í rauninni bara með viðbrögð við áreiti sem hann er ekki tilbúinn í og þá slær manni niður.“ Eftir klukkutíma langa gönguna fór Andrea að finna fyrir öndunarfæraeinkennum á borð við mæði og grunna öndun. Einnig tók hóstinn sig upp aftur og hún mældist með yfir 38 stiga hita. Veikindin voru þó fljót að ganga til baka og var hóstinn og hitinn farinn strax daginn eftir. Tvö skref áfram og eitt skref aftur Svipað gerðist við vin hennar sem var með í för en hann taldi sig sömuleiðis vera búinn að jafna sig eftir kórónuveiruna. „Honum sló líka niður. Þannig að við upplifðum bæði það sama.“ Sjá einnig: Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Að sögn Andreu hafði gangan mun meiri áhrif á þau tvö en þau hafi nokkurn tímann grunað. Andrea hefur áður sagt að hópurinn hafi gleymt sér fyrir norðan og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við erum bæði búin að vera einkennalaus og vorum bara að fara í létta göngu. Við héldum í raun og veru að þetta væri bara mjög þægileg heilsubótarganga fyrir okkur og við áttum svo sannarlega ekki von á þessu.“ Hún segist þarna hafa upplifað bataferlið sem tvo skref áfram og eitt skref aftur. Hvetur fólk til þess að fara rólega aftur af stað „Manni fannst maður vera svo tilbúin. Maður fannst maður vera svo sprækur, ég var ótrúlega hress en það er bara þannig að stundum fylgir líkaminn ekki alveg huga.“ Andrea hvetur alla sem hafa glímt við veiruna að fara rólega af stað aftur og jafnvel með meiri varkárni en það telur þörf vera á. Sjá einnig: Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég hugsa að ég muni taka þetta í enn minni skrefum en ég hélt að ég væri að taka héðan af.“ Greinilegt sé að baráttan við þennan vágest taki sinn toll. „Þetta er ekkert grín þessi veira og þetta eru alveg átök. Við sluppum alveg vel við urðum ekkert alvarlega veik en eitthvað síðar þá er líkaminn búinn að vera í átökum sem að maður kannski áttar sig ekki alveg á hversu mikil voru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. 23. mars 2020 09:14 „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. 23. mars 2020 09:14
„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44