Innlent

Segir Borgarleikhúsið nýta langsóttan lagabókstaf til að brjóta á réttindum starfsfólks

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Sautján starfsmenn Borgarleikhússins hafa leitað til VR þar sem þeir fengu ekki greidd laun fyrir aprílmánuð. Formaður VR ætlar með málið fyrir dómstóla greiði leikhúsið starfsmönnunum ekki launin.

Starfsmennirnir eru í minna en 45% starfshlutfalli og falla því ekki undir hlutabótaleið stjórnvalda.

„Stjórnendur Borgarleikhússins taka þá ákvörðun að henda þessu starfsfólki út og segja því að fara á atvinnuleysisbætur án þess að greiða því laun um mánaðarmótin. Þetta er líklega með því ógeðfelldara sem ég hef orðið vitni af í mínu starfi sem formaður VR,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar segir að VR hafi ítrekað reynt að ná sambandi við stjórnendur Borgarleikhússins án árangurs

„Þau virðast ætla að standa fast á þessu og koma fram með svo ógeðfelldum hætti sem raun ber vitni. Horfa á þetta starfsfólk, starfsfólkiðá gólfinu sem skítugar gólftuskur og henda þeim út,“sagði Ragnar.

Félagið ætli með málið fyrir dómstóla greiði Borgarleikhúsið starfsmönnum ekki launin.

Borgarleikhúsið.vísir/stefán

Forsvarsmenn Borgarleikhússins höfnuðu viðtali við fréttastofu en sendu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leikhúsið hafi verið tekjulaust og útlit sé fyrir að svo verði áfram.

Fyrirtækið sé nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrámeð vísan til 3. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfest frástörfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla.

„Þetta ákvæði á að sjálfsögðu ekki við. Þarna á að nota mjög langsóttan gamlan lagabókstaf til að brjóta mjög svívirðilega á réttindum og kjörum þessa hóps sem um ræðir í Borgarleikhúsinu,“sagði Ragnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.