Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:47 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41