Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2020 08:00 Ráðherrarnir Katrín, Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún á ársfundur Samtaka atvinnulífsins í fyrra. Þær fá allar ágæta launahækkun í sumar. visir/vilhelm Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun eða í kringum hundrað þúsund krónur á mánuði í janúar á þessu ári. Laun ráðherra hækka um ríflega hundrað þúsund krónur Laun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hækkuðu um 188 þúsund krónur. Laun forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar 70 þúsund krónur. Forystufólk ríkisstjórnarinnar kynna viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í Ráðherrabústað.visir/vilhelm Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þann 27. mars síðastliðinn þar sem kynnt var sérstaklega að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrðu fryst til áramóta. Hálf sagan sögð Flestir fjölmiðlar greindu samviskusamlega frá þessu en Vísir fékk ábendingu frá þingmanni um að þarna væri bara hálf sagan sögð. Vissulega stæði til að frysta hækkanir sem byggðu á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019. Ráðuneytisstjórar fá rausnarlega hækkun, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu þó mest en því embætti gegnir Bryndís Hlöðversdóttir.visir/vilhelm Hins vegar hefði ekki komið til hækkunar launavísitölu fyrir árið 2018 og var það lagað nú í upphafi árs. Þeirri hækkun hafði þá verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3 prósent. Varla þarf að fara mörgum orðum um það að efnahagslíf landsins er ein rjúkandi rúst vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða sem grípa hefur þurft til vegna hans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Lítill sem enginn áhugi á að lækka launin Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata fyrir um hálfum mánuði en hann barðist gegn afar umdeildri og mikilli hækkun á launum þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna á sínum tíma. Vísir innti Jón Þór eftir því hvort hann telji hugsanlega að launakjör þess hóps yrðu færð niður með það fyrir augum að hann deildi kjörum með öðrum hópum samfélagsins nú þegar efnahagslíf á almennum markaði er rjúkandi rúst. Jón Þór taldi hins vegar, að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn vilji ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg, uppsagnir og miklar kjaraskerðingar vegna hinnar djúpu efnahagslægðar sem blasir við. Þannig lítur launatafla umræddra hópa út eins og hún kemur fyrir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ef reiknivélinni er brugðið upp þýðir þetta að: Forseti Íslands hækkaði um: 188.055 krónur Þingfararkaup hækkaði um: 69.375 krónur Forsætisráðherra hækkaði um: 127.375 krónur Ráðherrar aðrir hækkaði um: 115.055 krónur Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti hækkaði um: 114.510 krónur Ráðuneytisstjórar aðrir hækkuðu um: 108.701 krónur Uppfært 09:10 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kemur fram að um afturvirka hækkun sé að ræða, en í athugasemd frá ráðuneytinu kemur fram að þessi launahækkun hefur þegar tekið gildi, eða 1. janúar. Fréttin hefur verið lagfærð í samræmi við það. Þá er greint frá því að annarri fyrirhugaðri launahækkun, sem fara átti fram í júlí, hafi verið frestað til næstu áramóta. Svar ráðuneytisins við fyrirspurninni var svohljóðandi: Meðfylgjandi er svar ráðuneytisins: Fyrirspurn: Spurningarnar eru þá sem sagt þessar: a) Stendur til að hækka laun umræddra hópa nú í sumar? b) Hversu mikil er hækkunin? c) Hvað eru umræddir hópar með í laun núna? d) Og hver verður launatala eftir hækkun í sumar? Svör: A og B Alþingi hefur samþykkt að hækkun sem samkvæmt lögum var áætluð 1. júlí 2020 verði frestað til 1. janúar 2021. Hún verður í samræmi við hækkun á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019 þegar hún liggur endanlega fyrir. Eftir samþykkt Alþingis barst ráðuneytinu erindi frá embætti forseta Íslands þar sem þess var óskað að laun forseta hækki ekki 1. júlí næstkomandi og verða þau því einnig fryst fram til 2021. Hækkun launa vegna hækkunar vísitölu ársins 2018 gildir frá 1. janúar 2020, skv. lögum en henni hafði verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3% Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 11:25 Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum 7. apríl 2020 18:40 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun eða í kringum hundrað þúsund krónur á mánuði í janúar á þessu ári. Laun ráðherra hækka um ríflega hundrað þúsund krónur Laun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hækkuðu um 188 þúsund krónur. Laun forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar 70 þúsund krónur. Forystufólk ríkisstjórnarinnar kynna viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í Ráðherrabústað.visir/vilhelm Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þann 27. mars síðastliðinn þar sem kynnt var sérstaklega að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrðu fryst til áramóta. Hálf sagan sögð Flestir fjölmiðlar greindu samviskusamlega frá þessu en Vísir fékk ábendingu frá þingmanni um að þarna væri bara hálf sagan sögð. Vissulega stæði til að frysta hækkanir sem byggðu á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019. Ráðuneytisstjórar fá rausnarlega hækkun, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu þó mest en því embætti gegnir Bryndís Hlöðversdóttir.visir/vilhelm Hins vegar hefði ekki komið til hækkunar launavísitölu fyrir árið 2018 og var það lagað nú í upphafi árs. Þeirri hækkun hafði þá verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3 prósent. Varla þarf að fara mörgum orðum um það að efnahagslíf landsins er ein rjúkandi rúst vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða sem grípa hefur þurft til vegna hans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Lítill sem enginn áhugi á að lækka launin Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata fyrir um hálfum mánuði en hann barðist gegn afar umdeildri og mikilli hækkun á launum þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna á sínum tíma. Vísir innti Jón Þór eftir því hvort hann telji hugsanlega að launakjör þess hóps yrðu færð niður með það fyrir augum að hann deildi kjörum með öðrum hópum samfélagsins nú þegar efnahagslíf á almennum markaði er rjúkandi rúst. Jón Þór taldi hins vegar, að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn vilji ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg, uppsagnir og miklar kjaraskerðingar vegna hinnar djúpu efnahagslægðar sem blasir við. Þannig lítur launatafla umræddra hópa út eins og hún kemur fyrir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ef reiknivélinni er brugðið upp þýðir þetta að: Forseti Íslands hækkaði um: 188.055 krónur Þingfararkaup hækkaði um: 69.375 krónur Forsætisráðherra hækkaði um: 127.375 krónur Ráðherrar aðrir hækkaði um: 115.055 krónur Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti hækkaði um: 114.510 krónur Ráðuneytisstjórar aðrir hækkuðu um: 108.701 krónur Uppfært 09:10 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kemur fram að um afturvirka hækkun sé að ræða, en í athugasemd frá ráðuneytinu kemur fram að þessi launahækkun hefur þegar tekið gildi, eða 1. janúar. Fréttin hefur verið lagfærð í samræmi við það. Þá er greint frá því að annarri fyrirhugaðri launahækkun, sem fara átti fram í júlí, hafi verið frestað til næstu áramóta. Svar ráðuneytisins við fyrirspurninni var svohljóðandi: Meðfylgjandi er svar ráðuneytisins: Fyrirspurn: Spurningarnar eru þá sem sagt þessar: a) Stendur til að hækka laun umræddra hópa nú í sumar? b) Hversu mikil er hækkunin? c) Hvað eru umræddir hópar með í laun núna? d) Og hver verður launatala eftir hækkun í sumar? Svör: A og B Alþingi hefur samþykkt að hækkun sem samkvæmt lögum var áætluð 1. júlí 2020 verði frestað til 1. janúar 2021. Hún verður í samræmi við hækkun á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019 þegar hún liggur endanlega fyrir. Eftir samþykkt Alþingis barst ráðuneytinu erindi frá embætti forseta Íslands þar sem þess var óskað að laun forseta hækki ekki 1. júlí næstkomandi og verða þau því einnig fryst fram til 2021. Hækkun launa vegna hækkunar vísitölu ársins 2018 gildir frá 1. janúar 2020, skv. lögum en henni hafði verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3%
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 11:25 Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum 7. apríl 2020 18:40 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00
Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 11:25
Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum 7. apríl 2020 18:40