Erlent

Yfir 10.000 látnir í Frakklandi

Andri Eysteinsson skrifar
Íbúar Parísar fá ekki lengur að fara út á daginn og stunda líkamsrækt.
Íbúar Parísar fá ekki lengur að fara út á daginn og stunda líkamsrækt. EPA/IAN LANGSDON

Fjöldi látinna vegna kórónuveirufaraldursins tók stökk í Frakklandi í dag þegar tilkynnt var um andlát 1417 sjúklinga. Hafa því 10.328 manns látið lífið í Frakklandi vegna veirunnar. Sky greinir frá.

Alls hafa 110.049 manns smitast af veirunni og er það eingöngu í Bandaríkjunum, Ítalíu og á Spáni þar sem fleiri tilfelli veirunnar hafa greinst. Heildarfjöldi tilfella á heimsvísu er nú rúmlega 1,4 milljón. 81 þúsund manns hafa látið lífið.

Gripið hefur verið til mikilla aðgerða í Frakklandi en skólastarfi hefur verið aflýst og stendur útgöngubann yfir til 15. apríl hið minnsta. Fyrsta tilfelli veirunnar í Frakklandi greindist 24. janúar síðastliðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.