Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 19:24 Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, greindi frá þessu í beinni útsendingu í kvöld. skjáskot Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36
Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20