Innlent

Öldungur greinist með Covid-19

Jakob Bjarnar skrifar
Allt kapp hefur verið lagt á að reyna að vernda þá sem eldri eru enda er sá hópur í mestri hættu gagnvart Covid-19. Ekki hefur þó tekist að koma í veg fyrir að smit hafi borist í þann hóp og í gær bættist einn sem er eldri en 100 ára í hóp þeirra sem hafa greinst.
Allt kapp hefur verið lagt á að reyna að vernda þá sem eldri eru enda er sá hópur í mestri hættu gagnvart Covid-19. Ekki hefur þó tekist að koma í veg fyrir að smit hafi borist í þann hóp og í gær bættist einn sem er eldri en 100 ára í hóp þeirra sem hafa greinst. getty

Einn einstaklingur yfir hundrað ára að aldri hefur greinst með Covid-19 hér á landi. 

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að útbúa hafi þurft nýtt aldursbil í tölfræði Embætti landlæknis fyrir 100 til 109 ára vegna manneskju á því aldursbili sem veiktist. Kjartani ar ekki heimilt að greina nánar frá líðan hennar."

Þetta þýðir að við súluritið sem finna má á Covid.is bætist nú einn aldurshópur, sem sagt aldurinn 100-109. Og mun þessa sjást staður þegar talaefni sem þar er gefið út verður uppfært.

Aldursdreifingin eins og hún liggur fyrir opinberlega núna lítur svona út:

Nýja dreifingin, sem uppfærð var á Covid.is klukkan 13, lítur svona út.

Fréttin hefur verið uppfærð með staðfestingu frá Landlæknis og eftir að uppfærðar tölur birtust á Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×