Innlent

Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagsmenn boðuðu verkfall í febrúar en samningar náðust svo í mars ásamt fjölda annarra samninga sem voru lausir.
Félagsmenn boðuðu verkfall í febrúar en samningar náðust svo í mars ásamt fjölda annarra samninga sem voru lausir. Vísir/Vilhelm

Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 

Kjörsókn var 79,7 prósent og voru tæplega 78% fylgjandi nýjum samningi en 19% á móti. Um þrjú prósent tóku ekki afstöðu að því er segir í tilkynningu frá sambandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.