Innlent

Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagsmenn boðuðu verkfall í febrúar en samningar náðust svo í mars ásamt fjölda annarra samninga sem voru lausir.
Félagsmenn boðuðu verkfall í febrúar en samningar náðust svo í mars ásamt fjölda annarra samninga sem voru lausir. Vísir/Vilhelm

Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 

Kjörsókn var 79,7 prósent og voru tæplega 78% fylgjandi nýjum samningi en 19% á móti. Um þrjú prósent tóku ekki afstöðu að því er segir í tilkynningu frá sambandinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×