Sigurmark Eiðs Smára kom Chelsea á bragðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 19:00 Eiður skýlir knettinum frá Roy Keane í þann mund sem stuðningsmenn Chelsea ærast af fögnuði. Vísir/Chelsea José Mourinho tók við Chelsea sumarið 2004 og vann deildina strax á sínu fyrsta tímabili. Liðið hóf tímabilið á því að fá Sir Alex Ferguson og lærisveina hans í Manchester United í heimsókn. Chelsea fór með 1-0 sigur af hólmi þökk sé mari Eiðs Smára Guðjohnsen snemma leiks og þar með var grunnurinn að fyrsta deildartitli Chelsea í hálfa öld lagður. Ásamt Mourinho voru sex leikmenn Chelsea að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þeir Petr Cech, Paulo Ferreira, Alexey Smertin og Didier Drogba voru allir í byrjunarliði Chelsea þann daginn. Þá komu þeir Ricardo Carvalho og Mateja Kezman inn af varamannabekknum. Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda og mark Eiðs Smára strax á 14. mínútu var í raun hápunktur leiksins. Leikurinn fer seint í sögubækur fyrir skemmtun en það er ekki hægt að vanmeta mikilvægihans. Bæði fyrir Chelsea og Mourinho sem kom eins og stormsveipur inn í deildina á þessum tíma. Drogba skallaði knöttinn fyrir fætur Eiðs sem náði að lyfta honum yfir Tim Howard í marki Man Utd og íslenski framherjinn náði í kjölfarið á einhvern ótrúlegan hátt að hindra Roy Keane, fyrirliða gestanna, frá því að hreinsa áður en boltinn skoppaði yfir línuna. Ekki flottasta mark sem Eiður skoraði í treyju Chelsea en líklega eitt það mikilvægasta. Lagði þetta grunninn að frábæru tímabili liðsins og segja má að þessi leikur hafi verið lýsandi fyrir leiktíðina í heild sinni. Liðið vann deildina með 12 stiga mun en Chelsea nældi sér í 95 stig á meðan Arsenal var í 2. sæti með 83. Þá skoraði liðið 72 mörk og fékk aðeins á sig 15. Alls lék Eiður 57 leiki fyrir Chelsea á leiktíðinni, þar af 37 í deild. Aðeins Frank Lampard skoraði fleiri mörk en Eiður í deildinni, munaði einu marki á þeim félögum. Lampard með 13 á meðan Eiður skoraði 12. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
José Mourinho tók við Chelsea sumarið 2004 og vann deildina strax á sínu fyrsta tímabili. Liðið hóf tímabilið á því að fá Sir Alex Ferguson og lærisveina hans í Manchester United í heimsókn. Chelsea fór með 1-0 sigur af hólmi þökk sé mari Eiðs Smára Guðjohnsen snemma leiks og þar með var grunnurinn að fyrsta deildartitli Chelsea í hálfa öld lagður. Ásamt Mourinho voru sex leikmenn Chelsea að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þeir Petr Cech, Paulo Ferreira, Alexey Smertin og Didier Drogba voru allir í byrjunarliði Chelsea þann daginn. Þá komu þeir Ricardo Carvalho og Mateja Kezman inn af varamannabekknum. Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda og mark Eiðs Smára strax á 14. mínútu var í raun hápunktur leiksins. Leikurinn fer seint í sögubækur fyrir skemmtun en það er ekki hægt að vanmeta mikilvægihans. Bæði fyrir Chelsea og Mourinho sem kom eins og stormsveipur inn í deildina á þessum tíma. Drogba skallaði knöttinn fyrir fætur Eiðs sem náði að lyfta honum yfir Tim Howard í marki Man Utd og íslenski framherjinn náði í kjölfarið á einhvern ótrúlegan hátt að hindra Roy Keane, fyrirliða gestanna, frá því að hreinsa áður en boltinn skoppaði yfir línuna. Ekki flottasta mark sem Eiður skoraði í treyju Chelsea en líklega eitt það mikilvægasta. Lagði þetta grunninn að frábæru tímabili liðsins og segja má að þessi leikur hafi verið lýsandi fyrir leiktíðina í heild sinni. Liðið vann deildina með 12 stiga mun en Chelsea nældi sér í 95 stig á meðan Arsenal var í 2. sæti með 83. Þá skoraði liðið 72 mörk og fékk aðeins á sig 15. Alls lék Eiður 57 leiki fyrir Chelsea á leiktíðinni, þar af 37 í deild. Aðeins Frank Lampard skoraði fleiri mörk en Eiður í deildinni, munaði einu marki á þeim félögum. Lampard með 13 á meðan Eiður skoraði 12.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira