Erlent

Fimm ára barn lést úr COVID-19

Sylvía Hall skrifar
Michael Gove á fundinum í dag.
Michael Gove á fundinum í dag. Vísir/Getty

Fimm ára barn með undirliggjandi sjúkdóma er á meðal þeirra sem létust síðasta sólarhringinn af völdum COVID-19 í Bretlandi. Drengurinn er sá yngsti sem hefur látið lífið í Bretlandi en þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.

Alls hafa 4.313 látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Bretlandi samkvæmt nýjustu tölum. 708 dauðsföll urðu síðastliðinn sólarhring.

Ráðherrann Michael Gove vottaði fjölskyldu drengsins samúð sína á fundinum í dag og ítrekaði mikilvægi þess að fólk færi að fyrirmælum yfirvalda á meðan faraldurinn gengi yfir.

Stephen Powis, yfirmaður lækninga hjá bresku heilbrigðisþjónustunni, tók í sama streng og biðlaði til fólks að halda sig inni þó veðrið væri gott um helgina.

„Sólin skín en það þýðir ekki að þú eigir að fara út.“

Alls hafa 42.441 greinst með kórónuveirunna í Bretlandi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×