Fótbolti

Ronaldo fyrstur í milljarð í laun á ferlinum þrátt fyrir launalækkun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronaldo er við það að ná þeim Tiger Woods og Floyd Mayweather.
Ronaldo er við það að ná þeim Tiger Woods og Floyd Mayweather. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Þrátt fyrir að taka á sig launalækkun vegna COVID-19 stefnir í að Cristiano Ronaldo verði fyrsti knattspyrnumaðurinn til að fá yfir milljarð Bandaríkjadala í laun á ferlinum.

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus tilkynnti í vikunni að leikmenn og þjálfarar liðsins hefðu samþykkt að taka á sig launalækkun til að hjálpa liðinu að standa af kórónuveiruna sem hefur gífurleg áhrif á íþróttastarf um heim allan.

Talið er að félagið spari allt að 100 milljónir Bandaríkjadala með því að draga saman seglin frá mars til júní. Juventus hefur þó gefið út allir munu fá greitt sín laun að fullu þegar deildin fer aftur af stað.

Cristiano Ronaldo, hæst launaði leikmaður liðsins, er því að fórna rúmlega fjórum milljónum dala með því að samþykkja téða launalækkun. Juventus vill þó ekki staðfesta hvað Ronaldo fær í laun en á síðustu leiktíð græddi hann 109 milljónir dala, þar af voru 65 í laun og bónusa.

Risasamningar Ronaldo við Nike og önnur fyrirtæki ásamt vörumerki hans, CR7, þýðir að að hann gæti enn grætt 91 milljón dala á árinu 2020. Gangi það eftir verður hann búinn að græða yfir milljarð dala á ferlinum þegar leiktíðinni lýkur. Yrði hann aðeins þriðji íþróttamað sögunnar til að ná þeim áfanga á meðan hann er enn að spila.

Tiger Woods náði því árið 2009 eftir 13 ár sem atvinnumaður og Floyd Mayweather náði þeim áfanga 2017.

Forbes greindi frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.